Karlakór Vestmannaeyja og Karlakórinn Esja halda sameiginlega tónleika sína í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík laugardaginn 4. maí nk 16:00. Dagskráin verður sneisafull af klassískum karlakóralögum, Eyjalögum og þekktum dægurlögum. Kórarnir lofa góðri skemmtun. Miða sala er á Tix.is, miðinn kostar kr. 3.000 og gott er að tryggja sér miða í tíma.