Herjólfur OHF hefur ákveðið að lækka fargjald fyrir reiðhjól í ferjuna. „Við viljum hvetja þá sem kjósa að skilja bílana sína eftir og taka reiðhjól í staðinn. Sú hvatning ætti því að endurspeglast í gjaldinu. Við teljum þetta vera skref í rétta átt,“ segi í tilkynningu frá þeim.

Frá og með deginum í dag, 27. maí kostar fyrir reiðhjól 250 kr, í stað 800 kr sem var fyrir.
Þeir farþegar sem eiga bókað fyrir reiðhjól í ferjuna, geta haft samband við afgreiðslu Herjólfs og fengið verðmismun endurgreiddan.