Ákveðið hefur verið að fella niður siglingar seinnipartinn í dag vegna ölduhæðar, einnig á að bæta í veður þegar líða tekur á kvöldið. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Hvað varðar siglingar á morgun, sunnudag, verður gefin út tilkynning kl. 06:00 í fyrramálið. Stefnan er sett á tvær ferðir til/frá Þorlákshöfn en ef það breytist verður gefin út tilkynning.

Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir faratæki í annarri hvorri höfninni.