Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag samkvæmt ááætlun, að því er fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ekki hefur verið kleift að sigla í höfnina síðustu daga sökum veðurs og hárrar öldu.

Brottför frá Vestmannaeyjum er kl. 17:00, 19:30 og 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn er kl. 18:15, 20:45 og 23:15.

Ef gera þarf breytingu á áætlun, þá verður það gefið út um leið og það liggur fyrir.

Í tilkynningunni er jafnframt minnt á að nú sé hægt að bóka sér koju í allar ferðir Herjólfs, og að ekki sé æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni vegna hættu á færslu milli hafna.