Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna veðurs og ölduhæðar, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 20:45.

Þeir farþegar sem áttu bókað á öðrum tímasetningum eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína.

Í tilkynningunni er farþegum góðfúslega bent á að gera má ráð fyrir veltingi a.m.k. fyrri part dags. Þá eru þeir farþegar sem ætla að nýta sér gistirými ferjunnar minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað.

„Á þessum tíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir faratæki í annarri hvorri höfninni” segir jafnframt í tilkynningunni.