Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er boðið upp á röð ljósmyndasýninga Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu í Safnahúsi frá september til nóvember nk.

Um verður að ræða 60-90 mín. dagskrá þar sem 1-3 ljósmyndarar í senn sýna um 150-200 ljósmyndir sem rúlla á stóru sýningartjaldi.

Í samstarfi við Tónlistarskóla Vestmannaeyja verður boðið upp á stutt tónlistaratriði.

Veitt verður aðstoð, ef þörf er á, við að setja myndirnar í sýningarhæft form.

Áhugaljósmyndurum/bæjarbúum gefst hér tækifæri á því að taka þátt með því hafa samband við neðangreinda einstaklinga.

Við hvetjum sem flesta til að deila á þennan hátt sinni einstöku upplifun á hinu margbrotna viðfangsefni í tilefni af aldarafmælinu.

Fyrir hönd afmælisnefndar:
Kári Bjarnason: 892-9286 / [email protected]
Ómar Garðarsson: 695-2878 / [email protected]