Pepsí Max deildirnar

Það er nóg um að vera hjá meirstarflokkum félagsins um helgina.  Bæði lið félagsins í fótboltanum eiga leiki.  Karlaliðið skreppur á Skagann og keppir við ÍA, en síðasti sigurleikur liðsins var einmitt gegn Skaganum 2 júní sl. þar sem ÍBV hafði sigur 3-1 og er þetta eini sigurleikur liðsins í deildinni í sumar.
Stelpurnar sem eru í bullandi fallbaráttu eins og strákarnir fá HK/Víking í heimsókn á Hásteinsvöll á sunnudaginn kl.14:00.  Stelpurnar okkar unnu fyrri leik liðanna 3-1 og gætu vel notað slíkan sigur um helgina.  Við hvetjum alla til að kíkja á leikina og styðja okkar fólk.

Laugardagur:
ÍA-ÍBV mfl. kk kl. 16:00

Sunnudagur
ÍBV- HK/Víkingur kvk. kl.14:00

 

04 – uppbyggingasjóður

Mest lesið