Rafael Veloso farinn frá ÍBV

Rafael Veloso

Portúgalski markvörðurinn Rafael Veloso hefur yfirgefið herbúðir ÍBV en þetta staðfesti Daníel Geir Moritz formaður knattspyrnuráðs í samtali við Fótbolta.net í dag.

Veloso kom til ÍBV síðastliðinn vetur eftir að hafa þar áður leikið í Noregi.

Í byrjun tímabils skiptust Veloso og Halldór Páll Geirsson á að verja mark ÍBV undir stjórn Pedro Hipolito.

Eftir að Ian Jeffs tók við liðinu um mitt sumar hefur Halldór Páll verið aðalmarkvörður og Veloso varamarkvörður.

Veloso hefur nú yfirgefið herbúðir ÍBV en hann spilaði samtals sjö leiki í Pepsi Max-deildinni með liðinu og þrjá í Mjólkurbikarnum.

Fótbolti.net greindi fráRafael Veloso farinn frá ÍBV

Mest lesið