Fjölmenni heimsótti Bjarna Jónasson

Bjarni Jónasson kynnti nýútkomna bóks sína, Að duga eða drepast, í Einarsstofu í gær sunnudag. Fjölmenni var á viðburðinum en um 70 manns voru viðstödd.
Kári Bjarnason setti dagskrána. Bjarni Jónasson flutti kynningu á bókinni og sagði frá tilurð hennar. Gunnþóra Gunnarsdóttir sem prófarkalas bókina sagði frá ferlinum þegar bókin var í smíðum. Jónas Bjarnason, sonur Bjarna, flutti stutta tölu og las stutta kafla úr bókinni og Snorri Jónsson endaði hefðbundna dagskrá með því að lesa kafla úr bókinni. Bókin var hönnuð af Óskari prentara.
Gestir sátu lengi í Einarsstofu eftir dagskrána og gæddu sér að kleinum og ræddu við listamanninn og fjölskyldu hans. Virkilega vel heppnuð dagskrá um skemmtilega bók.

Mest lesið