Á morgun klukkan 13:00 verður opnuð sýning með verkum eftir listakonuna Steinunni Einarsdóttur. Sýningin stendur út mánuðinn og verður opin á opnunartíma safnsins. Um sölusýningu er að ræða.

Steinunn sem lést á síðasta ári var fædd í Vestmannaeyjum en flutti 27 ára gömul til Ástralíu, þar sem hún lærði myndlist. Þegar Steinunn kom aftur heim til Vestmannaeyja eftir 27 ára dvöl í Ástralíu, hóf hún fljótlega kennslu í myndlist heima hjá sér í Einarshöfn. Steinunn eða Steina eins og hún var alltaf kölluð var mjög fjölhæf og kenndi margar aðferðir við  myndlist. Hún hefur verið mjög mikil lyftistöng fyrir allt lista og menningarstarf í Eyjum. Hún var dugleg að hvetja nemendur sína til sýningarhalds. Ótrúlegur fjöldi nemenda hefur farið í gegnum námskeiðin hennar bæði í Eyjum og upp á landi.

Félagar í Lista og menningarfélagi Vestmannaeyja vilja með sýningunni minnast Steinu með virðingu, söknuði og miklu þakklæti fyrir hennar starf og félagsskap.