Það er í mörg horn að líta hjá pysjueftirlitinu þessa dagana alls bárust 313 til þeirra í gær og er því heildarfjöldinn er því kominn upp í 2131 pysju. Því miður er of mikið að berast af olíublautum pysjum eins og fram kemur á facebook síðu Sea Life Trust:
„Góðu fréttirnar eru þær að pysjurnar eru nú talsvert þyngri en áður, en slæmu fréttirnar eru að komið var með 16 olíublautar pysjur í dag sem bætast við þær sem fyrir eru og þarf að hreinsa. Við viljum benda björgunarfólki á að ekki er gott að sleppa pysjum við Skansinn. Þær geta auðveldlega synt inn í höfnina í stað þess að halda til hafs.“

Áætla má að pysjutíminn sé að ná hápunkti og því má gera ráð fyrir að pysjur haldi áfram að fljúga í bæinn næstu tvær vikurnar eða svo.