Pysjueftirlitð fékk fregnir af pysju um daginn sem fannst dauð uppi á Biskupstungnaafrétti. Nánar til tekið við Sandvatn sem er um 80-90 km frá sjó. Var þetta eftir mikið sunnan hvassviðri sem gekk yfir landið fyrstu helgina í september. Greinilegt er að mikill vindur getur borið pysjur langt af leið.

Þessi saga ætti að kenna okkur að það borgar sig að sleppa pysjum skjólmegin í miklu roki og jafnvel bíða þar til lægir aðeins á verstu dögunum.

Nánar er fjallað um lundapysjuvertíðina í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem dreift verður á morgun.