Opið verður í blóðsöfnun á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum:

16. September kl. 11:30-18:00 og 17. September kl 8:30-14
Verið velkomin til okkar nýir sem vanir blóðgjafar.

Hlutverk Blóðbankans er að veita örugga blóðbankaþjónustu á landsvísu. Einnig veitir Blóðbankinn þjónustu vegna fruma og vefja, líffæraflutninga og stofnfrumumeðferðar. Blóðbankinn stuðlar að nýjungum og framförum með kennslu og rannsóknum á sínu starfssviði og með samstarfi við erlenda og innlenda aðila. Blóðbankinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi kynningu og fræðslu til almennings og blóðgjafa um blóðbankastarfsemi.

Sjá nánar á:  http://blodbankinn.is/