Helgina 4.-6. október sl.  fór fram fyrrihluti Íslandsmóts skákfélaga 2019-2020 í Rimaskóla í Reykjavík.  Taflfélag Vestmannaeyja sendi þrjú lið á mótið,  þar af eina  sveit í 2. deild og tvær sveitir í 4. deild.  Í fyrra var TV með tvær sveitir,  eina í 3ju deild sem vann sig upp í 2. deild  og eina í 4. deild.  Í ljósi góðs árangurs á síðasta móti bætti TV  við  nýrri sveit og fara nýjar sveitir sjálfkrafa í 4. deild.   Heildarfjöldi keppenda á mótinu er 300-400 manns, en tefldar voru fjórar umferðir um helgina.

Í hverri  sveit hjá TV eru sex menn, en mikið reynir á varamenn og tóku alls 30 félagar í TV  þátt í mótinu.   Að loknum fjórum umferðum af sjö í 2. deild er  sveit TV er í 2.-3. sæti ásamt b) sveit Akureyrar,  en átta lið eru í deildinni.

Í 4. deild er önnur sveit TV  í 2. sæti og hin í 5. sæti af 16 liðum í 4. deild.    Bestum árangri  á mótinu hjá TV í 4. deild náði  Hallgrímur Steinsson 3,5 vinn. í 4 skákum,  Sigurður Arnar Magnússon 3 vinn., fullt hús, Alexander Gautason 3 af 4 og Andri Hrólfsson 2,5 af 3 og Lúðvík Bergvinnson 2 vinn. í tveimur skákum.  Í 2. deild náðu bestum árangri Þorsteinn Þorsteinsson  liðstjóri 3 af 4,  Örn Leó Jóhannsson 2,5 af 3 og Páll Andrason 3 af 4.  Þeir þrír síðast töldu eru nýir liðsmenn, en þegar TV fór upp í 2. Deild í vor  þurfti að styrkja liðið á efstu borðum , en  þá var jafnframt ákveðið að vera með tvö lið í 4. deild.  Að sögn Arnars Sigurmundssonar form. TV sem jafnframt var liðsstjóri TV  í 4. deild ásamt Ólafi Hermannssyni er  TV menn mjög ánægðir með árangurinn eftir fjórar umferðir,- en síðstu þrjár umferðirnar  fara fram á á Hótel Selfossi  19.-21.mars 2020  og þá ráðast úrslitin á mótinu í heild.