Meistaraflokkur ÍBV tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit Coca-Cola bikars karla í gærkvöldi eftir sannfærandi sigur á Þrótti í Reykjavík.

Grill-66 deildarlið Þróttar sá aldrei til sólar gegn ÍBV og stóðu leikar 17-6 í hálfleik. Sá munur hélst þó óbreyttur til leiksloka og urðu lokatölur 33-18.

Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í liði ÍBV með 8 mörk. Aðrir markaskorarar voru:
Kristján Örn Kristjánsson – 5
Friðrik Hólm Jónsson – 4
Kári Kristján Kristjánsson – 4
Hákon Daði Styrmisson – 3
Ívar Logi Styrmisson – 2
Gabríel Martinez Róbertsson – 2
Arnór Viðarsson – 1
Dagur Arnarsson – 1
Magnús Karl Magnússon – 1
Petar Jokanovic – 1
Róbert Sigurðarson – 1