Það var þéttsetinn bekkurinn á flugeldabingói ÍBV sem fór fram í Höllinni gær. Var það mál manna að sjaldan hefðu fleiri tekið þátt í fjörinu. Hlutverk bingóstjórar var í höndum  hornamannana knáu Grétars Þórs Eyþórssonar og Theodórs Sigurbjörnssonar, sem þeir leystu með miklum sóma. Það var að lokum Þórhildur Guðgeirsdóttir sem hreppti aðal vinninginn þegar allt spjaldið var spilað.