Bæjarráð fundaði í hádeginu í dag og til umræðu voru samgöngumál í fundargerðinni kemur fram að þrjú ár séu síðan hindrunarljósið á Heimakletti bilaði. Vestmannayjabær er löngu búinn að veita Isavia leyfi fyrir nýju ljósi á klettinum og enn er beðið eftir að Isavia komi fyrir nýju ljósi til að koma í veg fyrir truflun á flugsamgöngum til Vestmannaeyja.

Bæjarráð sendi frá sér eftirfarnadi bókun:

Bæjarráð lýsir miklum vonbrigðum með seinagang Isavia við að koma fyrir hindrunarljósi á Heimakletti sem hamlar öruggum flugsamgöngum til Vestmannaeyja. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við forsvarsmenn Isavia um að ráða bót á þessu hið fyrsta.