Framtíðarsýn í menntamálum var merkilegt plagg sem bæjarstjóri, skólastjórar GRV og leikskólana í Vestmannaeyjum skrifuðu undir ásamt undirrituðum. Þar var unnin mikil og góð vinna fagmanna í samráði við alla hagsmunaaðila. Niðurstaðan var að leggja áherslu á lestur og stærðfræði, t.d. með snemmtækri íhlutun til að hafa mælanlegar niðurstöður. Einnig var lögð áhersla á að ná til samfélagsins þ.e. foreldra og fyrirtækja til að efla þátttöku allra þegar kemur að menntamálum. 

Frábær viðbrögð

Það er skemmst frá því að segja að viðbrögð grunnskólans og leikskólanna voru frábær. Foreldrar ættu að finna vel fyrir þessu áherslum í fræðslukerfinu og hefur árangurin ekki látið á sér standa. Þetta tekur hins vegar allt tíma og er langhlaup. Nú er að fara í gang vinna við að endurskoða þessa framtíðarsýn og er því tilefni til að staldra við og líta um öxl. Því ber að hrósa Grunnskólanum, leikskólanum og foreldrum fyrir jákvæð viðhorf og dugnað í að vinna að þessum málum. Grunnskólinn og leikskólinn er ekkert annað en fólkið sem starfar þar eða stundar þar nám og eru því margir sem þurfa að vinna í takt, þegar það tekst næst árangur. Þess vegna eiga allir hrós skilið. 

Trausti Hjaltason 

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins