Svart­fugl­inn sett­ist upp í Ystakletti í Vest­manna­eyj­um í gær. Það hef­ur ekki gerst jafn snemma árs­ins í meira en 100 ár.

Sig­ur­geir Jónas­son ljós­mynd­ari hef­ur fylgst með komu­tíma svart­fugls­ins í yfir 70 ár og faðir hans, Jón­as Sig­urðsson frá Skuld, gerði það einnig ára­tug­um sam­an. Þeir hafa því skráð komu­tíma svart­fugls­ins í meira en 100 ár.

„Það fyrsta sem pabbi skráði hjá sér um að svart­fugl sett­ist upp var 4. fe­brú­ar. Mér þótti það alltaf óeðli­lega fljótt og langaði að slá metið hans! Það fyrsta sem ég á skráð hjá mér um komu­tíma svart­fugls­ins er 7. fe­brú­ar. Það að hann setj­ist upp 29. janú­ar er al­veg viku fyrr en áður hef­ur þekkst í okk­ar skrán­ing­um,“ seg­ir Sig­ur­geir í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann sagði að glögg­ur maður sem var með Herjólfi í gær hefði haft sam­band og sagt tíðind­in. Sig­ur­geir fór svo og skoðaði bergið. Svart­fugl­inn sat þá uppi í tveim­ur nokkuð stór­um bæl­um sunn­an í Ystakletti rétt vest­an við Kletts­nef.

Mbl.is greindi frá