Staða HSU í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs í gær. Meðal annars voru ræddar sumarlokanir sem enn eru í gangi. Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU var á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Niðurstaða bæjarráðs var eftirfarandi. “Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að þau rými sem eru á sjúkradeild HSU séu opin. Sumarlokanir eru enn í gangi hjá stofnuninni og ekki virðist vera vilji til þess að opna þau aftur. Í dag eru 19 rúm opin á deildinni en eiga að vera 21. Bæjarráð lýsir áhyggjum af stöðunni og leggur þunga áherslu á að þau rými sem ætluð eru á deildinni séu opin.”

Rætt er við Önnu Maríu Snorradóttur, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands um þessi mál í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem dreift verður í dag og er komið á vefinn.