Nú stefnir enn ein óveðurslægðin yfir landið og fólk beðið að huga að sínu nær umhverfi og binda niður lauslega hluti. Félagarnir Olegs og Sergei sem koma frá Lettlandi en búa í Vestmannaeyjum gerðu þetta myndband um óveðrið sem gekk yfir Vestmannaeyjar þann 10. desember síðastliðinn. Augljóst er að töluverð vinna liggur að baki myndbandinu en þar má finna mörg áhugaverð skot frá veðurofsanum.