Veður er farið að ganga veruleg niður í Vestmannaeyjum og engar aðstoðarbeiðnir borist tið aðgerðastjórnar síða um kl. 11. Aðgerðastjórn hætti því störfum kl. 12 en hún tók til starfa á miðnætti. Á fjórða tug verkefna var sinnt af hendi Björgunarfélags Vestmannaeyja og lögreglu. Ljóst er að viðvaranir og undirbúningur íbúa og eigenda fyrirtækja skipti sköpum að ekki varð meira tjón í óveðrinu.

Lögreglan í Vestmannaeyjum vill þakka viðbragðsaðilum og íbúum gott samstarf í þessum aðstæðum.

 

Óskar Pétur var á ferðinni í nótt og í morgun. Hann tók þessar myndir og fleiri sem við birtum síðar í dag.