Dagvistun í heimahúsum var til umræðu í fræðsluráði í síðustu viku en gerð var viðhorfskönnunar meðal foreldra sem nýttu þjónustu dagforeldra árið 2019. Niðurstaðan var kynnt á fundinum. Könnunin var send út á rafrænu formi til foreldra 29 barna sem nýttu þjónustu dagforeldra og svöruðu 16 foreldrar könnuninni eða um 55% Spurt var um ánægju foreldra með þjónustu dagforeldris, aðstöðu og líðan barns. Niðurstöður sýndu að foreldrar eru afar ánægðir með þjónustu dagforeldra í Eyjum.