Það var mikið af undarlegum verum á sveimi um allan bæ eftir hádegi í dag. Þar voru á ferðinni krakkar sem sungu fyrir starfsmenn fyrirtækja og fengu góðgæti að launum eins og vera ber. Hér má sjá hluta þeirra barna sem heimsóttu Þekkingarsetrið og fyrirtækin þar í dag.