Skákþingi Vestmannaeyja 2020 lauk miðvikudaginn 4. mars síðast liðinn. Mótið hófst 16. Janúar sl., keppendur voru tíu talsins, níu umferðir voru leiknar og tími 60 mín. + 30 sek. á  leik. Tók hver umferð að jafnaði 2-3 klukkustundir. Teflt var í skákheimili TV við Heiðarveg á miðvikudagskvöldum og einnig ef með þurfti á eftir hádegi á sunnudögum. Flestir keppendur eru með alþjóðleg skákstig.

Sigurvegari á skákþinginu var Sigurjón Þorkelsson (1969 stig) , með 8 vinninga, 2.  sæti Arnar Sigurmundsson, (1651) með 6,5 vinninga, og í 3. Sæti Hallgrímur Steinsson (1796) með 6 vinninga og  jafnir í  4.-5. Sæti urðu Einar B. Guðlaugsson (1861) og Stefán Gíslason (1722) með 5,5 vinninga. Keppendur voru á öllum aldri, þeir  elstu vel yfir sjötugt, en þeir yngstu 11 og 12 ára.

Sigurjón Þorkelsson var vel að sigrinum kominn og sýndi mikið öryggi allt mótið. Er þetta í 14 skipti sem Sigurjón Þorkelsson verður Skákmeistari Vestmannaeyja.

Keppendur á Skákþingi Vestmannaeyja 2020.