Tveir starfsmenn HSU, sem starfa á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum eru smitaðir af COVID-19 og nokkrir komnir í sóttkví. Þetta staðfestir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í samtali við Vísir.is

Díana segir mikið álag á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eins og á öðrum heilbrigðisstofnunum vegna Covid 19 veirunnar. Sjálf hefur hún fengið eldskírn því hún er ný tekin við starfi forstjóra stofnunarinnar.
„Já, þetta er pakki til að takast á við, ekki bara hjá mér heldur í öllum heilbrigðisgeiranum. Mér líst nú þannig á þetta að það ríkir óvissuástand, við vitum í sjálfum sér ekki hvað bíður okkar. En við höfum bara gert ráðstafanir og við fylgjum tilmælum sóttvarnarlæknis. Ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýn og ég veit það það birtir til aftur“, segir Díana.