Rúmlega eitt þúsund Eyjamenn í skimun

Skimun­ vegna kór­ónu­veirunn­ar hófst á bíla­stæðinu við íþrótta­miðstöðina í Vestmannaeyj­um klukk­an 10 í morg­un og hef­ur verið nóg að gera. Rúm­lega eitt þúsund manns hafa bókað sig í skimun í Vest­mann­eyj­um á næstu þrem­ur dög­um. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is.

Spurður út í þá sem hafa smit­ast seg­ir Hjört­ur að sum­ir fá létt ein­kenni og aðrir þyngri, eins og geng­ur og ger­ist. Einn Eyjamaður ligg­ur á sjúkra­hús­inu á Land­spít­al­an­um með staðfest COVID-smit. Hjört­ur seg­ir sam­starfið hafa verið gott við Íslenska erfðagrein­ingu, sem út­vegaði sýna­tökup­inna, hug­búnað, græj­ur og fleira. Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands hef­ur út­vegað starfs­fólk og Vest­manna­eyja­bær skaffað aðstöðuna. Spurður hvort fleiri Eyja­menn geti bókað sig í skimun en þeir eitt þúsund sem þegar hafa gert það seg­ir hann það vera óljóst eins og staðan er núna.

Mest lesið