Stjórnendur Hraunbúða sátu vikulegan samráðsfund hjúkrunarheimila og almannavarna í morgun þar sem m.a. var rætt um tilslakanir á heimsóknarbanninu. Eftir því sem fram kemur á facebook síðu Hraunbúða. Þar er tekið fram að engum hömlunum verður aflétt fyrr en fyrsta lagi eftir 4. maí. Eftir þann tíma stendur til að gera tilslakanir að því gefnu að sá góði árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn Covid 19 haldist.
Í hvaða formi þær tilslakanir verða, verður greint frá í næstu viku og stendur til að upplýsa aðstandendur og heimilisfólk um þær, þegar þær liggja fyrir. Hraunbúðir munu fylgja öðrum hjúkrunarheimilum eftir hvað þetta varðar.