Á heimasíðu Hraunbúða var í gær birt frétt um væntanlegar tilslakanir á heimsóknarbanni þar er tekið fram að þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn og sýna þarf ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Þeir sem áforma að heimsækja íbúa á Hraunbúðum eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi reglur.

 1. Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:
  1. Þú ert í sóttkví
  2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  4. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 2. Heimsóknartími er á tímabilinu kl. 13 – 17 á daginn og miðað er við 1 klst á hvern íbúa, 1x í viku fyrstu tvær vikurnar
 3. Hafið samband í gegnum netfangið [email protected] og pantið heimsóknartíma. Opnað verður fyrir það 27.apríl og haft samband í lok vikunnar til að láta vita hvaða tími gengur upp.  Heimild til heimsókna, einu sinni í viku fyrir hvern íbúa er veitt frá 4. maí. Aðstandendur þurfa að koma sér saman um hver kemur.  Ef áfram gengur vel í baráttunni við veiruna, verður tíðni heimsókna aukin. Við byrjum á tveggja vikna tímabili
 4. Við hvetjum ykkur til að hlaða niður í símana ykkar smitrakningnarappi almannavarna Rakning C-19 fyrir 4. Maí
 5. Áður en heimsókn hefst fær gestur afhentan hlífðarbúnað sem honum ber að nota s.s skóhlífar og grímu
 6. Fyrir heimsóknir á vesturgang: Hinkrið eftir starfsmanni í anddyri Hraunbúða og hann fylgir ykkur til íbúa.  Um leið og komið er inn skal fara beint og sápuþvo og spritta hendur áður en heimsókn hefst og eins að henni lokinni. Gildir þá einu hvort handþvottur hafi átt sér stað áður en viðkomandi kom inn í húsið.   Ekki koma við neitt í almannarýmum, farið beint með starfsmanni inn til íbúa í hans herbergi og beint út aftur.

Fyrir heimsóknir á austurgang: Komið inn á pall við austurenda og starfsmaður tekur á móti             gesti við inngang.  Sömu kröfur og fyrir heimsóknir á vesturgang.

 1. Athugið að heimsóknin er til ættingja þíns, staldrið ekki við til að ræða við aðra íbúa eða starfsfólk.
 2. Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er. Því miður þarf að bíða aðeins með kossa og knús

 

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.