Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur

Eyjafréttir og Viska halda áfram með námskeiða/erinda lotuna, Viska – öllum til handa!
Næsta fjarnámskeið sem boðið verður
upp á er erindi Þorgríms Þráinssonar, rithöfundar, Verum ástfangin af lífinu.

Fyrirlesturinn fjallar um að bera ábyrgð á eigin vegferð og vera öflugur í hvaða liðsheild sem er.

Þorgrímur hefur unnið með landsliðinu í fótbolta í 13 ár og tekið þátt í að styrkja öfluga liðsheild með margvíslegum hætti.
Hann veitir okkur innsýn í það starf auk þess að fjalla á hispurslausan hátt um okkur sem einstaklinga — hvernig við getum, með jákvæðu hugarfari, dugnaði og þrautsegju, verið flottir persónuleikar öllum stundum. Litlir hlutir skapa stóra sigra og það er mikilvægur þroski að takast á við mótlæti og erfiðleika.
 
Námskeiðið fer í loftið mánudaginn 4. maí og verður þátttakendum aðgengilegt í fimm daga.
Þátttakendum verður þá boðið í fésbókarhóp þar sem hægt verður að hlýða á erindið og senda inn fyrirspurnir.

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið á https://www.viskave.is/skraning/