KSÍ hefur endurraðað mótum sumarsins og birt ný drög að leikjaniðurröðun sumarsins á vef KSÍ. Upphaf móta miðast við að staðan í þjóðfélaginu verði þannig að heilbrigðisyfirvöld heimili að leikir fari fram.

Stelpurnar í ÍBV mæta Þrótti R fyrsta leik sumarsins á Hásteinsvelli laugardaginn 13. júní samkvæmt þessum drögum en strákarnir hefja leik viku seinna laugardaginn 20. júní þegar þeir frá Magna í heimsókn.

Áætlað er að Mjólkurbikar karla og kvenna hefjist 5. júní.