Sundlaugin opnaði stundvíslega klukkan 6:15 í morgun. “Mætingin var ágæt í morgun enn ekkert í líkingu við það sem var í bænum, enda voru þa aðallega unglingar sem mættu kl 00:01 enn þessi hópur er sofandi til hádegis,” sagði Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður í íþróttamiðstöinni í morgun og glotti.

“Andinn var frábær og almenn ánægja með framkvæmdirnar. Erum ennþá að fínpússa þetta og hengja upp og svoleiðis.” Grétar segir að á baðstöðum fellur tveggja metra reglan úr gildi enn er valkvæði, viðskiptavinur á rétt á tveggja metra reglunni enn þeir sem vilja mega sitja saman í pottinum.

“Framkvæmdir eru á lokastigi enn klefarnir eru komnir í notkun. Það á í raun bara eftir að hengja upp nokkra hluti. Núna erum við að mála vestur vegginn í sundlaugarsalnum og klára loftræstinguna í sundlaugarsalnum. Í framhaldinu er verið að fara grafa fyrir kalda pottinum,” sagði Grétar að lokum.

SKL jól