Skólastjóri GRV fór yfir niðurstöður samræmdra prófa í 9. bekk sem fram fóru í mars sl. á fundi fræðsluráðs í vikunni. Nemendur þreyttu próf í íslensku, stærðfræði og ensku og var skólinn á pari við landsmeðaltal í íslensku en undir í ensku og stærðfræði. Sami árgangur var rétt yfir landsmeðaltali í íslensku og stærðfræði í 7. bekk en töluvert undir í íslensku í 4. bekk en yfir í stærðfræði. Stjórnendur og kennarar vinna að því að greina niðurstöður og vinna aðgerðaáætlun þar sem markmiðið er að efla þá þætti sem komu ekki nógu vel út þannig að nemendur verði sem best undirbúnir fyrir næsta skólastig. Ráðið þakkaði kynninguna.