Leikmannakynning ÍBV fer fram í Akóges á morgun, fimmtudag. Húsið opnar 20.00 og er frítt inn. Bar á staðnum. Gríðarleg tilhlökkun er hjá ÍBV fyrir fótboltasumrinu og hafa leikmenn og aðrir skynjað mikla tilhlökkun á meðal bæjarbúa einnig. Eftir að liðin hafa verið kynnt munu Helgi Sig og Andri Ólafs fara yfir áherslur sumarsins og spjalla við stuðningsmenn. Að dagskrá lokinni gefst svo tími fyrir skemmtilegt fótboltaspjall og hvetjum við fólk til að fjölmenna í Akóges.

Þess má geta að umfjöllun og kynning á meistaraflokkskliðunum verður í næsta tölublaði Eyjafrétta sem dreift verður sama dag. Þar er einnig rætt við þjálfarana þar sem þeir spá í spilin fyrir sumarið.