Tökur á nýrri þáttaröð sem sýnd verður á Stöð 2 og ber heitið Framlengingin hefjast næstkomandi fimmtudag. Í þáttunum Framlengingin ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Búið er að mynda öflugt og sterkt lið sem heitir FC Ísland.
Það er mikill keppnisandi í liðinu og þó þeir séu komnir af léttasta skeiði í boltanum eru þeir sannfærðir um að sigra alla leikina. Heyrst hefur að verið sé að smala í mjög sterk lið á öllum stöðum þar sem keppt verður, þannig að FC Ísland er með ýmsar stórgóðar og nýjar hugmyndir um það hvernig þeir ætla að ná fram sigri í leikjunum. Liðið gerir meira en bara að spila fótbolta en ýmsar skemmtilegar þrautir verða lagðar fyrir liðið með það að markmiði að safna áheitum.
Góðgerðamál í Vestmannaeyjaleik: Við munum í samstarfi við Ufsaskalla vinna að góðgerðarsöfnun fyrir stuðningsfélag krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Ufsaskalli ætlar að gefa 500.000 kr tengslum við þáttinn.
Leikmannahópur FC Íslands í Vestmannaeyjum:
Baldvin Jón Hallgrímsson
Birkir Kristinsson
Bjarnólfur Lárusson
Björgólfur Takefusa
Eyjólfur Örn Eyjólfsson
Eysteinn Lárusson
Hjörtur Hjartarson
Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Þórarinsson /veðurguð
Jón Hafsteinn Jóhannsson
Sævar Þór Gíslason
Tryggvi Guðmundson
Valur Fannar Gíslason
Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson
Þjálfari: Tómas Ingi Tómasson
Aðstoðarþjálfari: Friðgeir Bergsteinsson
Fyrirliði í liði Eyjamanna: Gunnar Heiðar
Kíktu á Hásteinsvöll á fimmtudagskvöldið klukkan 20:00 í alvöru fótbolta stemningu til styrktar góðgerðarmála!