Þór Tói Vídó (Tói Vídó) er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann hefur tekið ljósmyndir frá árinu 2009 og fangar ótrúlega fallega sýn aðallega af náttúru eyjanna og lífríki allt í kring. Hann hefur einnig tekið töluvert af ljósmyndum af meginlandinu. Tói Vídó er sonur Sigga Vídó og Erlu Vídó sem flestir Vestmanneyingar ættu að þekkja.

Einnig er samstarfsmaður Tóa,  Óskar Axel Óskarsson uppalinn í Vestmannaeyjum.  Hann  hefur tekið töluverðan þátt í félagsstörfum í eyjum á sínum yngri árum, hefur staðið myndarlega að styrktarsjóði sem hefur stutt við fólk með skerta starfsgetu það má sjá nánar á facebook síðu Styrktarsjóðs Sigurbjargar og hefur Eyjamaðurinn Heimir Hallgríms einnig lagt málefninu lið, ætlunin er að halda þessu verkefni áfram. Óskar hefur fengið til liðs við sig  Tóa Vídó,  þar sem hagnaður af sölunni á sýningunni verður notaður til þess að halda því starfi áfram, sem Óskar hefur undanfarið barist fyrir.

Tói Vídó og Óskar Axel  hafa verið félagar frá æskuárum og að sögn Óskars; „þegar ég sá þessar fallegu myndir á facebook síðu minni, mánuð eftir mánuð, fannst mér að Vestmanneyingar ættu að geta notið verka listamannsins Tóa Vídó.“ Það merkilega í þessari sýningu er að  sum verkin eru  prentuð á striga, jafnframt olíumálverk af sömu verkum og prentað á  ýmsan skemmtilegan varning.

Félagarnir Tói Vídó og Óskar Axel bjóða þér til sannkallaðrar veislu sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Verið velkomin !

Sýningin verður  haldin að Baldurshaga beint á móti Landsbankanum, hefst fimmtudaginn 2. júlí kl.18:00 – 23:00, föstudag 3. júlí kl.11:00 – 23, laugardag 4. júlí kl.11:00-23:00 og sunnudaginn 5. júlí kl.11:00 – 18:00. Boðið verður upp á léttar veitingar.