Herjólfur III liggur enn bundinn við bryggju í Vestmannaeyjum.  Herjólfur átti að sigla til Landeyjahafnar klukk­an 9:30 í morg­un, en eins og áður hef­ur verið greint frá sigl­ir Herjólf­ur III í dag í stað þess nýja vegna verk­falls áhafnarmeðlima Herjólfs sem eru í Sjó­manna­fé­lagi Íslands. Samkvæmt afgreiðslu Herjólfs er stefnt á að fara úr höfn klukkan 12:00. Farþegar sem komnir voru um borð fóru frá borði um 11:00 en bílar og vöruvagnar eru enn inni í skipinu.

Af­leys­inga­fólk, sum­ar­starfs­menn og aðrir starfs­menn Herjólfs sem eru ekki í Sjó­manna­fé­lagi Íslands manna áhöfnina í dag. Formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands og formaður samn­inga­nefnd­ar fé­lags­ins telja ákvörðun Herjólfs um að sigla þrátt fyr­ir verk­fall vera verk­falls­brot. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdarstjóri Herjólfs OHF segir það af og frá.

Áhafnarmeðlimir í Sjómannafélagi Íslands fjölmenntu á bryggjuna í morgun en höfðu sig ekki í frami að öðru leiti. Þungt hljóð var í hópnum og óánægja með ákvörðun Herjólfs að sigla.