Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð í vikunni um sameiginlegt minnisblað hennar, rektors Háskóla Íslands og forstöðumanns Stofnunar Rannsóknarsetra Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra, um að stofnað verði aftur Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Mikill áhugi er hjá Háskóla Íslands og bæjaryfirvöldum að starfrækja slíkt setur í Vestmannaeyjum og byggja þannig upp fjölbreyttara atvinnulíf og efla rannsóknar- og þekkingarstarfsemi.

Minnisblað til menntamálaráðherra vegna rannsóknarseturs í Vestmannaeyjum.pdf