Töluvert um afbókanir hjá Herjólfi

„Það eru um 500 farþegar bókaðir í dag til Vestmannaeyja. Það er töluvert um afbókanir eftir að tilmæli og aðgerðir stjórnvalda fóru í loftið,“ sagði Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir í morgun.

Nú er kominn upp sú sérkennilega staða að frá hádegi í dag er farþegum með Herjólfi skylt að vera með grímur um borð í skipinu. En grímur seldust upp á flestum sölustöðum í Vestmannaeyjum fljótlega upp úr hádegi í gær. Grímur verða seldar farþegum á meðan birgðir endast. „Við eigum um 6000 grímur sem eru seldar með brottfaramiða fyrir þá sem ekki hafa sína eigin. Við höfum virkjað viðbragðsáætlun okkar og munum vinna eftir henni eins og síðast,“ sagði Guðbjartur.

Uppbyggingasjóður 2020

Mest lesið