ÍBV er komið áfram í Mjólkurbikar karla eftir leik við Fram á Hásteinsvelli í kvöld. Óhætt er að segja að sigur ÍBV hafi ekki getað staðið tæpar en í kvöld. Gestirnir í Fram byrjuðu betur og komust yfir eftir 20 mínútna leik með marki Fred Saraiva. Þannig stóð í hálfleik Eyþór Daði Kjartansson jafnaði svo leikinn fyrir ÍBV þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Allt stefndi í framlengingu þegar Róbert Aron Eysteinsson skoraði sigurmark ÍBV á 91. mínútu eftir hornspyrnu og sæti ÍBV í undanúrslitum sem hefjast í byrjun nóvember.

Það var óneitanlega sérstök stemmning á Hásteinsvelli í kvöld með örfá áhorfendur í stúkunum en þeim mun fleiri aðdáendur gerðu sér ferð í brekkuna norðan megin við völlinn og nutu leiksins þar eins og sést á meðfylgjandi myndum.