Óhapp varð á fjórða tímanum nú í dag þegar Díselolía sem verið var að dæla á vörubíl lenti á götunni við bensínsöluna Klett á Strandvegi frá þessu er greint á facebook síðu slökkviliðsins. Greiðlega gekk að hreinsa upp þá yfirborðsolíu sem var á götunni og sá m.a. sóparabíllinn um að skúra upp óhreinindin. Svæðið afmarkast að mestu leyti við staðinn frá bensíndælum og niður að sóparabíl (sjá mynd) og getur þetta svæði verið varasamt í einhvern tíma, og þá sérstaklega gangbrautin, ekki síst fyrir reið- og bifhjólafólk sem á leið þar yfir. Farið því varlega á þessu svæði á næstunni segir í færslunni.