Skráðar lundapysjur í pysjueftirlitinu eru orðnar 7014 en rúmlega helmingur þeirra hefur verið vigtaður eða 3751. Meðalþyngd þessara fulga er 284 grömm. Forsvarsmenn eftirlitsins eru ánægðir með þessa þátttöku í rafrænum skráningum en árið í ár er orðið það næst stærsta frá upphafi skráninga. Verulega hefur dregið úr skráningum síðustu daga og því ljóst að pysjuveiðitímabilið 2020 er senn á enda.