ÍBV mætir FH í Mjólkurbikar karla

Í gær var dregið í undanúrslit í Mjólkurbikars karla og kvenna. Karlalið ÍBV var í pottinum og dróst á móti FH. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 3. september tillögu frá mótanefnd sem heimilar að undanúrslit í Mjólkurbikar séu leikin á hlutlausum völlum þar sem eru flóðljós.

Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram sunnudaginn 1. nóvember og úrslitaleikurinn föstudaginn 11. nóvember. Undanúrslit Mjólkurbikars karla fara fram miðvikudaginn 4. nóvember og úrslitaleikurinn sunnudaginn 8. nóvember.

Mjólkurbikar kvenna

Uppbyggingasjóður 2020

KR – Þór/KA

Selfoss – Breiðablik

Mjólkurbikar karla 

Valur – KR

ÍBV – FH

Mest lesið