Það verða töluverðar breytingar næstu vikur á starfi Landakirkju sökum faraldursins. Flest starf fellur niður, þ.m.t. messur og sunnudagaskóli en krakkaklúbbarnir (1T2, 3T4, TTT) og Æskulýðsfélagið heldur þó áfram. Sjá betur á meðfylgjandi mynd.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, ritaði í gær bréf til presta, djákna, organista, formanna sóknarnefnda og útfararstjóra. Þar mælist hún til þess að kirkjustarf verði hagað með vissum hætti í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda við heimsfaraldrinum, sem miðast við tuttugu manna samkomutakmörk.

Mælst er til þess að opið helgihald falli niður í október en jafnframt er hvatt til þess að hugað verði að boðun fagnaðarerindisins í gegnum streymi. Þá óskar biskup þess að allar kóræfingar falli niður í október og hvetur organista og kórstjóra til halda æfingum uppi í gegnum fjarfundabúnað. Greint er frá í tilkynningu á vef kirkjunnar.