Útganga Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu um ára­mót hef­ur haft mik­il áhrif á strand­ríkja­fund­um hausts­ins um stjórn­un veiða úr deili­stofn­um, en þar hafa Bret­ar tekið sæti sem sjálf­stætt strand­ríki. Niðurstaða náðist ekki á fundi um mak­ríl og verður fundað á ný ekki síðar en 25. nóv­em­ber. Varðandi norsk-ís­lenska síld var ákveðið að setj­ast niður í janú­ar til að ræða stöðu Evr­ópu­sam­bands­ins og hvort skil­greina eigi sam­bandið sem strand­ríki eða veiðiríki í síld. Ekk­ert heild­ar­sam­komu­lag hef­ur verið í gildi síðustu ár um veiðar á deili­stofn­um í Norðaust­ur-Atlants­hafi.

„Á fund­in­um um norsk-ís­lenska síld fór nokk­ur umræða fram um strand­rík­is­stöðu ein­stakra aðila en eft­ir út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu er ljóst að Evr­ópu­sam­bandið, sem fékk viður­kennd­an strand­rík­is­hlut í samn­ing­um strand­ríkj­anna frá 1996 og síðan aft­ur árið 2007, telst ekki leng­ur vera strand­ríki. Þetta mál var ekki út­kljáð á fund­in­um en Nor­eg­ur, sem boðandi þessa fund­ar, mun kalla til sér­staks auka­fund­ar í janú­ar þar sem þetta mál verður út­kljáð,“ sagði í frétt á heimasíðu sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins í lok októ­ber.

Veiði um­fram ráðgjöf
Kristján Freyr Helga­son, formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar í viðræðum um deili­stofna, seg­ir að til að telj­ast strand­ríki þurfi fisk­ur­inn, ung­ur eða gam­all, að vera á ein­hverj­um tíma­punkti í lög­sögu þess. Hann seg­ir að hlut­deild ESB í veiðum á norsk-ís­lenskri síld hafi verið 6,51% sam­kvæmt samn­ingi frá 2007, en síld­in hafi lítið sem ekk­ert veiðst í lög­sögu ESB síðustu ár. Á sama tíma geri bæði Fær­ey­ing­ar og Norðmenn kröfu um auk­inn hlut.

Frá ár­inu 2015 hafa stofn­ar kol­munna og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar verið veidd­ir án heild­ar­sam­komu­lags um skipt­ingu og hef­ur ár­leg veiði því verið um 20-30% um­fram ráðgjöf, seg­ir í frétt ráðuneyt­is­ins. Líkt og fyrri ár skiluðu fund­irn­ir í ár eng­um ár­angri öðrum en þeim að aðilar samþykktu að við setn­ingu ein­hliða kvóta skuli miða við heild­arafla í sam­ræmi við gild­andi afla­regl­ur og ráðgjöf ICES.

Auk­in óvissa í mak­ríl við út­göngu Breta
Sam­komu­lag Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs og Fær­eyja frá ár­inu 2014 um stjórn­un mak­ríl­veiða renn­ur út í árs­lok og tók Bret­land nú þátt í mak­rílviðræðum í fyrsta sinn sem sjálf­stætt strand­ríki. Norðmenn hafa í ár veitt 90% af mak­rílafla sín­um í haust á bresku hafsvæði og 70-80% síðustu ár. Þeir vita ekki frek­ar en aðrir hvernig samn­ing­ar verða á milli ESB og Bret­lands við út­göngu Breta um ára­mót.

Í mak­ríln­um er því mik­il óvissa um þróun mála vegna Brex­it og ekk­ert ligg­ur fyr­ir um hvort þriggja ríkja sam­komu­lagið verður fram­lengt eða hvort Bret­ar verða aðilar að því. Sam­kvæmt því sam­komu­lagi skiptu ESB, Nor­eg­ur og Fær­eyj­ar á milli sín 84,6% af ráðgjöf ICES, en skildu 15,6% eft­ir fyr­ir Ísland, Græn­land og Rúss­land.

Frétt­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 7. nóv­em­ber.