Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær lágu fyrir útboðsgögn vegna ljósleiðaralagna í dreifbýli í Vestmannaeyjum, en verkefnið er unnið í samræmi við verkefnið Ísland ljóstengt og hlaut til þess styrk frá fjarskiptasjóði.

Ísland ljóstengt er tímabundið landsátak í þá veru og féllu alls 3.700 heimili undir verkefnið í upphafi. Gert er ráð fyrir að fjarskiptafyrirtæki sjái að öðru leyti um að tengja aðra staði á landinu. Verkefnið hefur vaxið að umfangi og losar fjöldi styrkhæfra staða um 6.000.

Ríkið leggur verkefninu Ísland ljóstengt til fjármuni. Sveitarfélögum stendur til boða að sækja um styrk sem háður er háð mótframlagi þeirra og öðrum skilyrðum til að ráðast í ljósleiðaravæðingu. Lögð er mikil áhersla á hagkvæmni, samlegð með öðrum veituframkvæmdum og samvinnu við fjarskiptafyrirtæki eftir því sem við á. Með ljósleiðaravæðingu utan þéttbýlis er jafnframt stuðlað að uppfærslu stofnkerfa fjarskipta á landsvísu sem er forsenda meiri áreiðanleika, útbreiðslu og gagnaflutningshraða allra farneta utan þéttbýlis. Ráði felur framkvæmdastjóra að bjóða út jarðvinnu vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli.

3042-015-TEI-100_Yfirlitsmynd.pdf