Eyjapeyinn Sigurður Grétar Benónýsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. Siggi lauk námi í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári og er fluttur heim. Hann spilaði með Vestra á síðasta tímabili þar sem hann brá sér í ýmsar stöður í 22 leikjum og skoraði tvö mörk. “Það er mikil ánægja með að hafa fengið Sigga heim,” segir í tilkynningu frá ÍBV.