“Eins og allir vita er desember mánuður fagnaðarerindis og viljum við hér með flytja ykkur eitt slíkt!” á þessum orðum hefst tilkynning frá knattspyrnuráði ÍBV. Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og er að flytja til Eyja með fjölskyldu sína. Þessi öflugi varnarmaður hóf feril sinn eins og allir vita með ÍBV en lék með Örebro, Sandnes Ulf og Holestein Kiel áður en hann sneri aftur til Íslands 2017 til að leika með Val. Hjá Val hefur hann lítið gert annað en að lyfta titlum og vera einn besti leikmaður Íslandsmótsins.

Það er gríðarlega mikil ánægja með endurkomu Eiðs Arons og vill knattspyrnuráð óska honum, sem og stuðningsmönnum, til hamingju með endurkomuna! Áfram ÍBV!