Fisk­vinnsla, tank­ar og tækninýj­ung­ar í Eyj­um

Mikl­ar fram­kvæmd­ir hafa verið hjá stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um í Vest­manna­eyj­um, Ísfé­lag­inu, Vinnslu­stöðinni og Leo Sea­food, á síðustu árum og eru þau enn að. Fjallað er um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag.

„Í frysti­hús­inu byggðum við frysti­klefa og flokk­un­ar­stöð á ár­un­um 2015 og 2016. Í FES, bræðslunni okk­ar, byggðum við einn stór­an hrá­efn­istank 2013 og fjóra litla 2020,“ seg­ir Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags­ins.

„Fram und­an á þessu ári er að setja upp fjórðu pökk­un­ar­lín­una í upp­sjáv­ar­vinnsl­unni og í fe­brú­ar tök­um við á móti upp­sjáv­ar­skipi sem við keypt­um í Nor­egi í haust en það var smíðað 2003,“ seg­ir Stefán. Leo Sea­food hef­ur unnið að mikl­um end­ur­bót­um á húsi og tækja­búnaði í hús­næði sínu við Garðaveg og er það eitt tækni­vædd­asta frysti­hús lands­ins. En ekki er látið staðar numið þar. Byrjað er að grafa fyr­ir 4.000 fm húsi fyr­ir botni Friðar-hafn­ar.

„Þetta verður frysti­hús með frysti­klefa sem eyk­ur mögu­leika okk­ar í vinnslu á sjáv­ar­af-urðum. Stefnt er að því að ljúka fram­kvæmd­um eft­ir tvö ár en það ræðst auðvitað af ýms­um þátt­um,“ seg­ir Daði Páls­son, eig­andi og stjórn­ar­formaður Leo Sea­food sem ekki er maður ein­ham­ur. „Ég hef komið að nokkr­um bygg­ing­ar­verk­efn­um og er núna ásamt fleir­um að und­ir­búa að byggja 20 íbúðir í fjöl­býl­is­hús­um við Sól­hlíð,“ bætti hann við.

13 millj­arða fram­kvæmd­ir
„Við höf­um fjár­fest fyr­ir 86 millj­ón­ir evra síðustu fimm ár, jafn­gildi 13,3 millj­arða ís­lenskra króna. Þar af 69 millj­ón­ir evra í var­an­leg­um rekstr­ar­fjármun­um, jafn-gildi 10,7 millj­óna króna,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, en tek­ur fram að fjár­fest­ing­ar rekstr­ar­fjármuna 2020 hafi verið óveru­leg­ar. Meðal fjár­fest­inga nefn­ir hann kaup­in á tog­ar­an­um Breka sem smíðaður var í Kína.

„Við höf­um líka fjár­fest í ný­bygg­ing­um. Má þar nefna upp­sjáv­ar­frysti­hús, frysti­klefa, hrá-efn­istanka, mjöl­geymslu, flokk­un­ar­stöð og starfs­mannaaðstöðu sem verður tek­in í notk-un í ár. Það var kom­inn tími til að ráðast í upp­bygg­ingu fé­lags­ins enda bæði skip og húsa-kost­ur orðinn gam­all. En við eig­um enn eft­ir að end­ur­nýja botn­fisk­hlið fé­lags­ins. Það kem­ur von­andi á næstu árum,“ sagði Sig­ur­geir Brynj­ar einnig.

Nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu
Jólablað Fylkis

Mest lesið