Hótelstjórinn Magnús Bragason er fæddur árið 1965. Hann er giftur Öddu Jóhönnu Sigurðardóttur og eiga þau þrjá syni, þá Daða, Braga og Friðrik. Magnús hefur frá unga aldri starfað fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum og er hvergi nærri hættur. Magnús er handhafi fréttapýramídans árið 2020 fyrir framlag til íþróttamála í Vestmannaeyjum. Nánar er rætt við Magnús í nýjasta tölublaði Eyjafrétta þar fer Magnús yfir farinn veg í íþróttastarfi frá því hann fór að sparka í bolta með fræknu liði Klettapeyja, starfið fyrir Þór og upphaf Pæjumótsins. Hann ræðir einnig tímana tvenna í handboltanum og alveg þar til hlaupaæði rann á hann í seinni tíð.